Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Menningarhátíð á Seltjarnarnesi

3.6.2005

Menningarhátíð 2005Menningarhátíð Seltjarnarness verður haldin dagana 9. - 12 júní n.k.

Á dagskrá hátíðarinnar sem einkennist af fjölbreytni og virkri þáttöku Seltirninga ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Meðal dagskráratriða má nefna; Vínartónleika Selkórsins sem reyndar ætlar að þjófstarta hátíðinni þann 9.júní, myndlistarsýningar, útgáfu listaverkabókarinnar Myndlykils, tónlistarmaraþon, útitónleika unglingahljómsveita, leiksýningu, myndlistarnámskeið fyrir eldri borgara, tónlistarklúbbinn Nes Café í Félagsheimilinu og ennfremur munu 13 listamenn hafa vinnustofur sínar opnar þessa helgi.

Hátíðinni lýkur með vígslu útilistaverksins Kviku eftir Ólöfu Nordal við Kisuklappir en þær eru í fjörunni fyrir neðan hákarlaskúrinn við Norðurströnd.

Menningarnefnd hvetur bæjarbúa eindregið til að njóta dagskrár menningarhátíðarinnar og nota jafnframt tækifærið til skapa enn meiri hátíðarstemmningu í bænum t.d. með því að draga fána að húni og efna til götugrilla.

Sjá nánar Dagskrá Menningarhátíðar (Pdf skjal148 kb)

Boðskort á Menningarhátíð 2005Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: