Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Sparkvöllur rís við Snægerði

16.6.2005

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, Snæbjörn Ásgeirsson, Einar Norðfjörð, Haukur KristjánssonFramkvæmdir við sparkvöll með gervigrasi sem rísa mun á horni Lindarbrautar og Hofgarða á Seltjarnarnesi eru á fullum skriði.

Lóðin sem völlurinn rís á er nefnd Snægerði og er í vesturhverfi Seltjarnarness.

Sparkvöllurinn sem þar rís er samstarfsverkefni KSÍ og Seltjarnarnes-bæjar og hluti af átaki í gerð slíkra valla víða um land í samstarfi sveitarfélaga og KSÍ.

Völlurinn er sambærilegur að gerð og annar sparkvöllur sem reistur var við Valhúsaskóla fyrir nokkrum árum og hefur notið mikilla vinsælda. Stærð vallarins er 18 x 33 metrar og ætlaður fyrir börn og unglinga. Hann verður girtur af með viðargirðingu og falla mörkin inn í girðinguna.

Nýi völlurinn verður án efa kærkomin viðbót fyrir hina fjölmörgu áhugamenn um knattspyrnu á Seltjarnarnesi.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: