Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Skyndihjálparnámskeið fyrir alla Seltirninga

29.6.2005

Þátttakendur í skyndihjálparnámskeiði Slysavarnardeildar kvenna á SeltjarnarnesiSeltjarnarnesbær stóð á dögunum fyrir námskeiði í fyrstu hjálp í samstarfi við Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi. Á námskeiðinu var farið yfir helstu atriði í fyrstu hjálp hvað gera skal þegar komið er að slysi eða þegar óhöpp eiga sér stað.

Námskeiðið var opið öllum Seltirningum án endurgjalds og var aðsóknin ágæt. Markmið bæjarins með námskeiðinu er að stuðla að almennri þekkingu bæjarbúa á skyndihjálp en þannig er vonast til að öryggi þeirra fjölmörgu er stunda reglulega útivist á Seltjarnarnesi aukist.

Þátttakendur á skyndihjálparnámskeiði Slysavarnardeildar kvenna á SeltjarnarnesiSenda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: