Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Samið við ÍSTAK um framkvæmdir við íþróttamiðstöð

27.6.2005

Á dögunum var undirritaður samningur við ÍSTAK um verulegar endurbætur á íþróttamiðstöð og Sundlaug Seltjarnarness. Um er að ræða fyrstu fjóra áfangana en í þeim verða meðal annars gerðar breytingar á búningsklefum laugarinnar og útvistarsvæðum auk breytinga á eldhúsi og anddyri Félagsheimilisins. Framkvæmdir munu hefjast í byrjun nóvember og er áætlað að þeim ljúki í mars á næsta ári.

Undirritun vegna endurbóta á íþróttamiðstöð

Á myndinni eru: Standandi, Örn Steinar Sigurðsson hjá VST, Viðar Austmann hjá ÍSTAK og Ylfa Thordarson hjá VST og við borðið sitja Loftur Árnason, framkvæmdastjóri ÍSTAK og Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: