Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Framkvæmdir við lagningu ljósleiðara að komast á skrið.

21.7.2005

Lagning ljósleiðaraFjölmörg heimili á Seltjarnarnesi hafa verið heimsótt af starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur undanfarið sem hafa unnið að því að kortleggja aðstæður til að unnt sé að leggja lokahönd á hönnun verksins. Orkuveita Reykjavíkur hafnaði öllum tilboðum í 1. áfanga í lagningu ljósleiðarans á Seltjarnarnesi. Tilboðin voru öll langt yfir kostnaðaráætlun sem rakið er til mikillar þenslu á jarðvinnumarkaði.

Verkefnin sem boðin voru út fólust í að grafa niður jarðvegsrör fyrir ljósleiðaranet, leggja ljósleiðarastrengi og tengja byggingar við netið. Fræsing gatna vegna ljósleiðaralagnaÁ Seltjarnarnesi var gert ráð fyrir að 600 hús yrðu tengd í þessum áfanga. Samkvæmt upplýsingum frá OR hljóðaði kostnaðaráætlun við þennan áfanga á Seltjarnarnesi upp á 65 milljónir. Lægsta tilboðið hljóðaði upp á rúmlega 174 milljónir, sem er um 170% hærra en kostnaðaráætlun. Fimm fyrirtæki buðu í verkið.

OR hefur náð samningum við verktaka um verkið og verður hafist handa á allra næstu dögum. Framkvæmdaáætlun hefur eitthvað raskast en þó er reiknað með að upphafleg áætlun standist að mestu leyti.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: