Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Innbrotum fækkar í kjölfar átaksverkefnis bæjarstjórnar

26.7.2005

PeningarUndanfarið hefur dregið verulega úr innbrotum á Seltjarnarnesi hvort sem litið er til fyrri ára eða hverfa í Reykjavík. Við vinnslu skýrslu um öryggismál á Seltjarnarnesi sem starfshópur sem skipaður var af bæjarstjórn skilaði af sér í vor var lögð áhersla á auknar forvarnir meðal annars með samstarfi við lögreglu og aðra slíka aðila.

Mikil áhersla var til dæmis lögð á að upplýsa þau brot sem framin voru á Seltjarnarnesi síðast liðinn vetur og skiluðu þær rannsóknir nokkrum árangri. Sú umræða og vinna sem fram fór í tengslum við úttekt öryggishópsins varð til þess að þrýst var á rannsóknardeild lögreglunnar um að leggja meiri mannskap og aukinn þunga í að uppræta glæpagengi sem starfaði í vesturbæ Reykjavíkur. 

Samstarf Seltjarnarnesbæjar og lögreglunnar hefur þannig skilað árangri og er meðal annars búið að kortleggja ákveðna aðila sem taldir eru tengjast innbrotum í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins.

Hér á heimasíðu bæjarins er hlekkur sem vísar á forvarnarsíðu Ríkislögreglustjóra þar sem finna má nytsamar upplýsingar um forvarnir gegn innbrotum og öðrum glæpum.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: