Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Auglýst eftir aðilum til að koma að rekstri líkamsræktarstöðvar

28.7.2005

Í sólbaðiNýlega auglýsti Seltjarnarnesbær eftir samstarfsaðila er áhuga hefði á að sjá um og reka líkamsræktarstöð í tengslum við Sundlaug Seltjarnarness en bygging líkamsræktarstöðvar er hluti af endurbótum á sundlaugar- og íþróttamannvirkjum bæjarins.

Framundan er vinna við hönnun og útfærslu líkamsræktar í tengslum við Sundlaugina og því gott að fá sjónarmið þeirra aðila er þekkingu hafa á slíkum rekstri sem fyrst inn í þá vinnu. Bærinn áformar ekki að eiga eða reka líkamsræktarstöðina en mun koma að undirbúningi og framkvæmd verkefnisins eftir atvikum.

Fimm aðilar skiluðu þátttökutilkynningu, en þeir eru: Þrek ehf. sem rekur World Class, Jóhann G. Jóhannsson og Guðrún Kaldal, Nautilus Ísland ehf, Páll Þórólfsson og Björgvin Finnsson og Þorsteinn Guðjónsson og Bjargey Aðalsteinsdóttir. Á næstunni verður unnið úr fyrirliggjandi gögnum og í framhaldinu fundað með öllum aðilum er skiluðu þátttökutilkynningu.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: