Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fjarnámsnemar í leikskólafræðum útskrifast

30.6.2004

fjar1Þrír starfsmenn leikskóla Seltjarnarness luku fjarnámi í leikskólakennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri 12. júní sl. Skólaskrifstofa Kópavogs gerði fyrir nokkru samning við HA um fjarnám fyrir reynda starfsmenn leikskólanna. Seltjarnarnesbær kom að samningnum og fékk þannig aðgengi fyrir starfsmenn leikskóla bæjarins. Um 30 nemar hafa stundað fjarnám sl. 4 ár og setið á skólabekk í viku hverri auk þess sem þeir fóru norður í svokallaðar staðbundnar lotur í eina til tvær vikur í senn. Seltjarnarnesbær, leikskólastjórar og annað starfsfólk leikskólanna hefur stutt vel við bakið á nemunum sínum sem náðu svo þeim glæsilega áfanga að ljúka leikskólakennaraprófi í vor eins og áður sagði. Til að fagna nýútskrifuðum leikskólakennurum var haldið veglegt hóf í Gerðarsafni í Kópavogi. Bæjarstjórarnir Jónmundur Guðmarsson og Sigurður Geirdal ávörpuðu nýju leikskólakennarana og óskuðu þeim allra heilla í starfi. Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltrúi í Kópavogi rakti aðdragandann að náminu og þakkaði HA fyrir víðsýnina við að meta aldur, lífs- og starfsreynslu viðkomandi starfsmanna til inngöngu í háskólann. Allir nemarnir hefðu fyllilega staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til þeirra.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: