Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Bæjarfáninn blaktir á hæsta tindi landsins

1.9.2005

Bæjarfáni SeltjarnarnessSíðustu helgina í ágúst gekk hópur fjallgöngumanna frá Seltjarnarnesbæ, Orkuveitu Reykjavíkur og ráðgjafafyrirtækinu Accenture á Hvannadalshnjúk. Í hópnum voru aðilar sem vinna að hönnun og lagningu ljósleiðarkerfisins á Seltjarnarnesi. Þrátt fyrir töluverðan vind og þoku á hæsta tindi landsins flögguðu göngumenn fánum fyrirtækjanna og bæjarfélagsins og lögðu ljósleiðarastreng á topp hnjúksins með táknrænum hætti.

Ljósleiðari lagður á HvannadalshnjúkTalið er að fjallganga á Hnjúkinn sé ein allra lengsta fjalladagleið í Evrópu en þess má geta að óvíða er hæðarhækkun á einum degi jafnmikil eða um tvö þúsund metrar. Gangan tekur að jafnaði um 15 klukkustundir fram og til baka og nota þarf ísöxi, fjallalínur og mannbrodda. Leiðsögumenn frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum voru með í för en aðstæður voru að mörgu leyti erfiðar. Einn göngumanna féll til að mynda í djúpa jökulsprungu þegar snjóhengja gaf sig en komst upp úr án áfalla.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: