Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Ungir vergfarendur

5.9.2005

UmferðarskiltiÞessa dagana eru margir ungir vegfarendur á leið til og frá skóla. Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi vilja að þeir búi við eins mikið öryggi í umferðinni og kostur er. Öryggi barnanna er þó fyrst og fremst á herðum foreldra og þess vegna er rétt að þeir kenni barni sínu hvaða leið er öruggust til og frá skóla.

Ný umferðarskilti, með myndum af sex ára börnum, hafa verið sett upp í nágrenni skólans til þess að minna ökumenn á mikilvægi þess að sýna aðgát í umferðinni og virða 30 km hámarkshraða sem gildir í íbúðarhverfum.

Skiltin eru í kringum grunnskólann og þar sem umferðin og hraðinn er mestur.

Foreldrar eru einnig hvattir til þess að virða þær reglur og skipulag sem sett hefur verið upp í kringum skólann og minntir á að það er stranglega bannað að keyra inn á skólalóðina eða leggja í stæði starfsmanna ef þeir fylgja börnum sínum inn í skólann. Hægt er að hleypa börnunum út úr bíl við lóðarmörk á Skólabraut eða nota hringakstur frá Suðurströnd.

Starfsfólk Mýrarhúsaskóla hefur fengið nemendur í 6. bekkjum til að aðstoða sig við gangbrautarvörslu á Nesvegi og Kirkjubraut, en nemendur eru ekki síður góð fyrirmynd í umferðinni en fullorðnir.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: