Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Tillögur að baðhúsi og veitingastað við Snoppu í skoðun

20.9.2005

Baðhús við SnoppuSkipulags- og mannvirkjanefnd hyggst setja á fót vinnuhóp til að skoða þær tillögur sem komið hafa fram um annars vegar baðhús og hins vegar veitingastað í grennd við Snoppu. Nefndinni hafa borist tvær hugmyndir að fyrirkomulagi að þjónustumiðstöð og veitingaaðstöðu á umræddu svæði og hafa höfundar þeirra kynnt þær fyrir nefndinni. Einnig hefur verið kynnt fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd tillaga að baðhúsi með veitingaaðstöðu sem var prófverkefni Seltirningsins Ólafs Daða Jóhannessonar við danskan háskóla. Vinnuhópnum er ætlað að gaumgæfa tillögurnar, leggja mat á raunhæfi þeirra og framtíðarnýtingu útivistarsvæðisins við Snoppu.

Þess má geta að verkefni Ólafs Daða sem nefnt er Kyrrð er til sýnis á Bókasafni Seltjarnarness að Eiðistorgi.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: