Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

SÝNING Á BÓKASAFNINU

JARÐFRÆÐI-ÁLFAR OG UNGLINGAR

22.9.2005

Fimmtudaginn 22. september verður opnuð sýning á verkum 38 ungmenna í bókasafni Seltjarnarness. Sýningin er afrakstur Norrænna listabúða, sem ungmennin sóttu fyrstu viku ágústmánaðar í Hafnarfirði að frumkvæði Myndlistarskólans í Reykjavík.

Listamenirnir eru á aldrinum 12-19 ára og unnu út frá pælingum sem tengdust jarðfræði Íslands og íbúum landsins, huldum jafnt sem sýnilegum! Listamennirnir eru frá listaskólum á Álandseyjum, Svíþjóð, Eistlandi og Íslandi.

Á sýningunni gefur að líta grímur, vatnslitamyndir, skissubækur, ljósmyndir og stutta heimildamynd um listabúðirnar. Sýningin stendur til 7. október og er opin á opnunartíma bókasafnsins. Safnið er opið mánudaga til föstudaga frá 10 - 19 og á laugardögum frá 11 - 14.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: