Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Tilraunaverkefni um hverfagæslu á Seltjarnarnesi

21.10.2005

Að frumkvæði bæjarstjórnar Seltjarnarness hefur bæjarfélagið samið við Securitas um hverfagæslu á Seltjarnarnesi í því skyni að sporna gegn innbrotum og skemmdarverkum í bænum. Tilraunaverkefnið er nýmæli hér á landi og er unnið í samstarfi við lögreglu og dómsmálaráðuneyti. Verkefnið sem er hugsað sem stuðningur við störf lögreglunnar felst í því að bílar frá öryggisfyrirtækinu munu aka um hverfi bæjarins eftir ákveðnu skipulagi og líta eftir eignum bæjarbúa. Bílarnir verða sérmerktir hverfagæslu þannig að ekki fer milli mála hvert erindi þeirra er. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi leið er farin hér á landi við hverfagæslu en áratuga reynsla er á sambærilegri vöktun á fyrirtækjum.

Ásgeir P. Guðmundsson, Eiður Eiðsson, Björn Bjarnason, Jónmundur Guðmarsson, Guðmundur Arason og Vilhjálmur GuðmundssonTalið frá vinstri: Ásgeir P. Guðmundsson, aðalvarðstjóri, Eiður Eiðsson, lögreglufulltrúi, Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, Guðmundur Arason, framkvæmdastjóri Securitas og Vilhjálmur Guðmundsson, öryggisfulltrúi.

Í viðhorfakönnun Gallup er framkvæmd var fyrr á árinu kom fram að nokkur meirihluti íbúa Seltjarnarness er hlynntur forvarnaraðgerðum til að sporna við innbrotum og skemmdarverkum. Áhersla á forvarnir var einnig ein helsta niðurstaða starfshóps um öryggismál á Seltjarnarnesi sem skilaði skýrslu sinni fyrr á þessu ári en hópurinn vann hluta hugmynda sinna í samstarfi við dómsmálaráðuneytið. Í ljósi þessa og almennrar umræðu um öryggi heimila gagnvart óboðnum gestum ákvað bæjarstjórn að taka frumkvæðið og fá lögreglu og öryggisgæslufyrirtæki til samstarfs. Í sumar náðist nokkur árangur er innbrotum fækkaði í kjölfar aðgerða lögreglunnar og er vonast til þess að með þessu framtaki takist enn að fækka innbrotum og skemmdarverkum á Seltjarnarnesi.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: