Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Álftarungi innlyksa á Bakkatjörn

28.10.2005

Sonur SvandísarFrá því að hólminn í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi var byggður hefur álftapar gert sér þar hreiður ár hvert. Síðast liðið vor var engin undanteknir og komust nokkrir álftarungar á legg.

Á haustdögum veittu fuglaáhugamenn því athygli að einn ungana virtist ekki verða fleygur. Var haft samband við tæknideild bæjarins þar sem starfsmenn brugðust skjótt við og fengu loforð um húsaskjól fyrir ungann í Húsdýragarðinum í Reykjavík yfir veturinn.

BakkatjörnÍ kjölfarið fór af stað vinna við að fanga fuglinn sem í fyrstu virtist ekki mikið mál en reyndist að lokum nokkuð strembið. Á endanum var fenginn bátur og mannskapur frá Náttúrufræðistofnun til aðstoðar og náðist þá fuglinn.

Vonast er til að fuglinn noti veturinn til að koma sér upp flugfjöðrum sem ættu þá að nýtast honum til að fljúga á vit ævintýranna næsta sumar.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: