Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Menningarnefnd gefur Grunnskóla Seltjarnarness bekkjarsett af Myndlykli

1.11.2005

Sólveig Pálsdóttir, Sigfús Grétarsson, Hjördís Ólafsdóttir og Rúna GísladóttirFormaður menningarnefndar Seltjarnarness, Sólveig Pálsdóttir, færði á dögunum Grunnskóla Seltjarnarness – Mýrarhúsaskóla og Valhúsáskóla að gjöf tvö bekkjarsett af Myndlykli. Bókin sem kom út á vegum menningarnefndar í sumar inniheldur greinargóða umfjöllun um úrval listaverka í eigu bæjarins.

Sigfús Grétarsson skólastjóri veitti bókunum viðtöku ásamt myndlistar- og bókasafnskennurum skólans. Að sögn skólastjóra er gjöfin kærkomin og mun nýtast skólunum vel við margs konar kennslu um myndlist, listasögu og sögu bæjarfélagsins.

Myndlykill er til sölu á Bókasafni Seltjarnarness og kostar 1.500 krónur.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: