Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Svandís heim í hreiðrið

13.5.2004

Seltirningar hafa vafalaust tekið eftir að Svandís er komin heim á Bakkatjörn ásamt maka sínum 10. árið í röð. Svandís settist að í hólmanum í Bakkatjörn vorið 1994 og hefur að sögn ekki íhugað að flytja úr bænum síðan.

Svandís í hólmanumSvandís varð landsfræg í kosningunum 1994 þegar Sigurgeir Sigurðsson þáverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi lét búa til hólma einn í Bakkatjörn. Sigurgeir var eins og allir vita áhugasamur og duglegur í starfi sínu. Uppbygging hólmans virtist fara fram hjá mörgum því ýmsir ráku upp stór augu þegar hann reis úr vatni. „Sérfræðingar“ voru þess fullvissir að hólminn myndi ganga af fuglalífi í tjörninni dauðu. Sigurgeir var ósammála og hafði fyrir því traustar heimildir. Um skeið virtist sem hólminn myndi verða til þess að meirihluti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi myndi tapa kosningunum enda um grafalvarlegt mál að ræða. En einmitt þegar hæst lét kom ein glæsilegasta álft sem sést hefur sunnan Svalbarða og nam land í hólmanum ásamt maka sínum. Segja má að gagnrýnisraddir hafi hljóðnað um leið og álftin lenti og meirihlutinn hélt velli í kosningunum. Álftin var samstundis nefnd Svandís Sigurgeirsdóttir og hefur ásamt maka og nokkrum tugum afkvæma skráð lögheimili á Seltjarnarnesi.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: