Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Umferðarátak meðal grunnskólanemenda á Seltjarnarnesi vikuna 14.-26. maí. nk.

13.5.2004

Teikning af SeltjarnarnesiEins og undanfarin ár hafa skólanefnd og umferðarnefnd Seltjarnarness, í samráði við Skólaskrifstofu, leik- og grunnskóla, skipulagt umferðarátak meðal nemenda. Dagana 14.-26. maí verður lögð áhersla á umferðarfræðslu í leik- og grunnskólum. Slysavarnarfélagið Landsbjörg og Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi bjóða nemendum 3.-5. bekkjar upp á kynningu/leiksýningu á Geimálfinum frá plánetunni Varslys á Eiðistorgi og Vátryggingarfélag Íslands (VÍS) býður nemendum í 9.-10. bekk í Valhúsaskóla að prófa svokallaðan sleða í þeim tilgangi að sýna fram á mikilvægi öryggisbelta. Auk þess verður unnið með umferðina á einn eða annan hátt hjá öllum bekkjardeildum og elstu börnunum í leikskólunum.

Meðfylgjandi er dagskrá umferðardagana og er það von undirbúningsnefndarinnar að umferðarátakið verði stuðningur við foreldra/forráðamenn við að ala upp góða vegfarendur og að þeir ræði þessu alvarlegu mál við börnin sín.

Dagskrá

   Skilti með myndum af skólabörnum hengd upp.  Hraðamælingar: Nýja umferðarskiltið sett upp og flutt á milli staða í bænum, en skiltið mælir og sýnir hraða bílanna.  Árlegur reiðhjóladagur á skólalóð Mýrarhúsaskóla. Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi 
   
 14. maí Skilti með myndum af skólabörnum hengd upp
 14.-21. maí Hraðamælingar:
Nýja umferðarskiltið sett upp og flutt á milli staða í bænum, en skiltið mælir og sýnir hraða bílanna
 15. maí kl. 11:00  Árlegur reiðhjóladagur á skólalóð Mýrarhúsaskóla. Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi
17.-21. maí  Námsefnið um Ella eldflugu kennt í 3. bekk í Mýrarhúsaskóla. Kennarar annarra bekkja leggja áherslu á umferðarfræðslu á ýmsan hátt sbr. útgefið námsefni og skólanámskrá í lífsleikni.
17. maí  kl. 8:10-12:00 Kjartan Benediktsson umferðarfulltrúi frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu verður með umferðarfræðslu fyrir nemendur í 7.-10. bekk í Gróttusalnum.
18. maí kl. 9:40 Kjartan Benediktsson frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu heldur erindi um umferðamál fyrir nemendur 6. bekkjar í Mýrarhúsaskóla í Gróttusalnum
19. maí kl. 11:00-13:20 Kynning á "sleða" frá VÍS
Ragnheiður Davíðsdóttir frá VÍS kynnir sleðann fyrir elstu nemendum Valhúsaskóla. Sleðinn verður staðsettur á skólalóðinni, en tilgangur með honum er að leggja áherslu á mikilvægi á notkun öryggisbelta. Elstu nemendum skólans (9. og 10. bekk) gefst kostur á að fara í ökuferð og lenda í "árekstri" á 15 kílómetra hraða. Bæjarstjóri og formaður skólanefndar taka þátt.
19. maí kl. 11:30 Kynning á Geimálfinn frá plánetunni Varslys á Eiðistorgi fyrir nemendur 3.-5. bekkjar.
Slysavarnarfélagið Landsbjörg.
26. maí kl. 9:15 og 10:30 Umferðarskólinn ungir vegfarendur fyrir 5 og 6 ára börn í leikskólanum í Gróttusalnum


Á Bókasafninu liggja frammi bæklingar frá Umferðarstofu varðandi umferðina ásamt veggspjöldum með öllum umferðarmerkjunum.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: