Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fjárhagsstaða Seltjarnarnesbæjar styrkist enn

11.11.2005

Grant Thornton endurskoðun ehf hefur skilað af sér greinargerð um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2004. Sem fyrr þykir fjármálastjórn og fjárhagsstaða bæjarins með því besta sem gerist meðal sveitarfélaga á landinu. Peningaleg staða bæjarins hefur sjaldan verið sterkari en í árslok 2004 var staða A-hluta bæjarsjóðs jákvæð upp á 76 þúsund krónur á íbúa.

Skuldastaða bæjarins er einnig lægri en þekkist meðal sambærilegra sveitarfélaga en nettóskuld samstæðureiknings á íbúa hefur lækkað stöðugt frá árinu 2002. Seltjarnarnes gæti þannig greitt upp nettóskuld sína á rúmu ári á meðan samanburðarsveitarfélög væru á bilinu 4 til 16 ár að greiða sínar nettóskuldir. Veltufjárhlutfall bæjarins styrkist enn á milli ára og hækkar úr 1,24 í árslok 2003 í 1,45 í árslok 2004. Hlutfallið er því vel yfir æskilegu lágmarki sem almennt er álitið um 1,0.

Rekstur bæjarins og fjármálastjórn hafa gengið vel sem af er kjörtímabili þrátt fyrir að framkvæmdir á vegum bæjarins hafi sjaldan verið meiri. Rekstrarafkoma bæjarins hefur gefið svigrúm til að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda jafnhliða áframhaldandi niðurgreiðslu skulda.

Á myndinni má sjá þróun nettóskuldar án lífeyrisskuldbindinga samstæðu sem hlutfall af skatttekjum A-hluta bæjarsjóðs.Nettóskuld án lífeyrisskuldbindinga samstæðu sem hlutfall af skatttekjum A-hluta bæjarsjóðs

Greinargerð Grant Thornton endurskoðunar má lesa í heil sinni hér.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: