Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Nýtt Seltjarnarnes?

7.5.2004

Jónmundur í SeltjörnSeltjörn opnaði í lok apríl og veiddust 98 urriðar fyrsta daginn sem einkenndist af miklum vindi en góðu sólskini. Var stærsti urriðinn sem veiddist um 56 cm langur eða um 4 pund. Þetta var mjög góð byrjun á veiðisumrinu og staðarhaldarar því ánægðir og bjartsýnir á framhaldið en nýlega var sleppt um 3.000 urriðum í vatnið til viðbótar við þá sem sleppt var í fyrra og eru að mestu leyti ennþá í vatninu. Áætlað er að sleppa að minnsta kosti 3.000 urriðum til viðbótar í sumar.

Fjölmargir gestir voru við opnunina og má þar nefna stjórn Stangaveiðifélags Keflavíkur og Jónmund Guðmarsson bæjarstjóra. Við opnunina voru kynnt til gamans ný örnefni á ýmsum kennileitum við Seltjörn en á meðfylgjandi mynd má sjá Jónmund vígja hið „nýja“ Seltjarnarnes sem hefur verið afar farsæll fluguveiðistaður síðustu ár.

Í lokin er rétt að geta þess að umrædd Seltjörn er á Reykjanesi.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: