Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Félag eldri borgara í heimsókn hjá bæjarstjóra Seltjarnarness

21.11.2005

Framkvæmdastjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var boðið til fundar við bæjarstjórann á Seltjarnarnesi á dögunum en þetta mun vera í fyrsta sinn sem félagið fundar formlega með fulltrúa bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi.

Á fundinum var farið vítt og breytt yfir þau fjölmörgu málefni sem uppi á borðunum eru og snerta málefni eldri borgara. Vel fór á með fundarmönnum en vonast er til að fundurinn marki upphafið að áframhaldandi samstarfi Seltjarnarnesbæjar og Félags eldri borgara.

Margt hefur áunnist í málefnum eldriborgara á Seltjarnarnesi undanfarið og má þar nefna dagvist sem opnuð var fyrr á árinu og fyrirhugaða byggingu hjúkrunarheimilis sem mun fullnægja þörfum bæjarins um dvalarpláss í fyrirsjáanlegri framtíð.

Hinrik Bjarnason, Helgi Seljan, Jónmundur Guðmarsson, Margrét Margeirsdóttir, Ásgeir Guðmundsson og Stefanía Björnsdóttir
Á myndinni eru frá vinstri Hinrik Bjarnason, Helgi Seljan, Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, Margrét Margeirsdóttir, formaður FEB, Ásgeir Guðmundsson og Stefanía Björnsdóttir, framkvæmdastjóri FEB.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: