Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Unglingar frá Selinu tóku tók þátt í fatahönnunarkeppni Stílsins og First Lego League keppninnni

30.11.2005

Stíllinn! Góður árangur hjá Selinu

Inger Eyjólfsdóttir, Vala Bjarney Gunnarsdóttir, Sigrún Ósk Jóhannesdóttir og Þórhildur Sunna JóhannsdóttirFatahönnunnarkeppnin Stíllinn var haldin laugardaginn 26. nóvember í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Þema keppninnar var “rusl”. Þetta er í fimmta sinn sem keppnin er haldin og hefur Selið tekið þátt í keppninni frá upphafi.

Í ár voru þær Sigrún Ósk Jóhannesdóttir, Vala Bjarney Gunnarsdóttir, Inger Eyjólfsdóttir og Sigrún Ósk Jóhannesdóttir, Inger Eyjólfsdóttir ogÞórhildur Sunna JóhannsdóttirÞórhildur Sunna Jóhannsdóttir fulltrúar Selsins í keppninni. Stelpurnar náðu þeim frábæra árangi að lenda í 5. sæti en það voru 42 keppendur frá félagsmiðstöðvum víðsvegar af landinu sem tóku þátt. Keppnin var glæsileg að vanda og með fullt að góðum skemmtiatriðum. Óskum við stelpunum og Áslaugu Friðfinnsdóttur verkefnistjóra innilega til hamingju.

First Lego League keppnin.

Keppendur í First Lego LeagueÞann 12. nóvember sl. fór fram fyrsta First Lego League keppnin hér á landi í húsakynnum Marel í Garðbæ. Keppnin gengur út á að hanna vélmenni og forrita það til þess að leysa ákveðnar þrautir sem og að vinna að rannsóknarverkefni sem tengist þema keppninnar.

Alls tóku 22 lið þátt í keppninni í ár, þar af eitt lið frá Seltjarnarnesi. Liðið var skipað 9 frábærum krökkum úr 9. og 10. bekk ásamt liðstjóra og kölluðu þau sig Lególið Selsins. Þemað í ár var hafið og því þurfti vélmennið að leysa ýmsar þrautir sem tengdust hafinu, t.d. átti að bjarga höfrungi úr þar til gerðu búri, laga neðansjávarpípulögn og hreinsa upp gám eftir óhapp hjá flutningaskipi. Í rannsóknarverkefninu kynnti liðið nýjar, skemmtilegar og frumlegar leiðir í notkun á perlum.

Keppendur í First Lego LeagueÓmældur tími og vinna fór í hönnun á vélmenninu og kynningu á rannsóknarverkefninu, enda eru þrautirnar í keppnina allt annað en auðveldar. Þó svo að liðið hafi ekki komist á verðlaunapall þetta árið stóðu unglingarnir sig með stakri prýði. Þess ber að geta að liðið var eina liðið sem kom úr félagsmiðstöð, öll önnur lið voru á vegum grunnskóla.

Það var mjög gaman að fylgjast með keppninni enda voru lausnir allra liðanna hugmyndaríkar og sniðugar. Keppnin var umfram allt spennandi, lærdómsrík og skemmtileg. Nú þegar er farið að huga að þátttöku í keppninni að ári liðnu.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: