Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Geðorðin 10 inn á öll heimili á Seltjarnarnesi

2.12.2005

Þessa dagana er verið að dreifa segulmottum með Geðorðunum 10 inn á hvert heimili á Seltjarnarnesi. Geðorðin 10 byggjast á niðurstöðum rannsókna á því hvað einkennir fólk sem býr við velgengni og vellíðan í lífinu og bent hefur verið á að geðræktarkassi sé jafn nauðsynlegur á hverju heimili og sjúkrakassi. Veggspjöldum með Geðorðunum 10 og Geðræktarkassanum hefur nú þegar verið dreift á margar stofnanir um land allt og stefnt er að því að þau verði sýnileg á sem flestum stöðum þar sem fólk á leið um.

Geðorðin 10

Það er Seltjarnarnesbær í samvinnu við verkefnið Geðrækt, sem er forvarna, -fræðslu- og rannsóknaverkefni um geðheilsu og áhrifaþætti hennar, sem stendur að dreifingunni. Verkefnið hefur verið starfrækt hér á landi um árabil og er nú eitt af verkefnum Lýðheilsustöðvar. Lýðheilsustöð hefur á síðustu mánuðum staðið fyrir kynningarátaki sem hefur það markmið að sem flestir landsmenn þekki Geðorðin 10 og Geðræktarkassann og noti markvisst til að hafa áhrif á og bæta andlega líðan sína.

Heimilum á Seltjarnarnesi er bent á að hægt er að nálgast segulmottu á Bæjarskrifstofu ef hún af einhverjum ástæðum kemst ekki til skila.

Vefsíða Geðræktar er http://www.lydheilsustod.is/lydheilsustod/gedraekt/Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: