Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Sameinumst - hjálpum þeim!!!!

6.12.2005

Foreldrar/forráðamenn

Eins og mörg ykkar vita hefur Mýrarhúsaskóli s.l. 6 ár með ýmsu móti styrkt Namaziziskólann sem er grunnskóli með u.þ.b. 1000 nemendur í suðurhluta Malaví.

malavi_2_006

Nú berast þær fréttir að hungursneyð ríki í Malaví og hefur það svæði sem skólinn okkar er á orðið illa úti.

 

Starfsfólk Mýrarhúsaskóla hefur ákveðið  að aðstoða  vini okkar í Malaví í þessum þrengingum með því að safna peningum sem nýttir yrðu til hagsbóta fyrir nemendur á þessu svæði. Starfsfólk skólans hefur þegar ákveðið að andvirði jólagjafa sem gefnar hafa verið á jólagleði skólans renni að þessu sinni til söfnunarinnar.

 

Grundaskóli á Akranesi og Lágafellsskóli í Mosfellsbæ eiga vinaskóla á sama svæði og ætlar starfsfólk þessarra skóla að efna til samskonar söfununar.

 

Skólarnir ætla síðan að leggja söfnunarpeningana í sameiginlegan sjóð sem sendur yrði starfsfólki Þróunarsamvinnustofnunar í Malaví og það beðið um að ráðstafa þeim í þágu nemenda þessarra skóla.

 

Á næstu dögum munu nemendur koma heim með jólamyndir sem þau hafa annað hvort teiknað á blað eða unnið í tölvu og bjóða ykkar að kaupa þessar myndir á 100-500 krónur. Afar, ömmur, frændur og frænkur geta auðvitað líka fengið að kaupa myndir sé þess óskað.

Við vonum að þið takið vel  þessarri viðleitni  nemenda og starfsfóks Mýrarhúsaskóla  til þess að hjálpa vinum okkar í Malaví sem nú sjá fram á matarskort.

malavi_2_029

 

 

Með jólakveðju

Nemendur og starfsfólk Mýrarhúsaskóla

 

Aðrir sem vilja leggja okkur lið í söfuninni eru beðnir um að leggja inn á reikning í SPRON á Seltjarnarnesi:

1151-26-43
kennitala 6710-88-3529

 

Smelltu hér til að sjá fleiri myndir frá Malaví.

Þær eru teknar af starfsmanni Þróunarsamvinnustofunar Íslands í maí 2005

 

 Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: