Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Þrjár stúlkur úr Valhúsaskóla söfnuðu fyrir BUGL.

20.4.2004

Nemendurnir afhenda peningagjöfinaÞær Telma Björk Wilson, Hildur Björg Gunnarsdóttir og Kristín Gunnarsdóttir sem eru nemendur í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi afhentu í vikunni Barna- og unglingageðdeild Landspítalans veglega peningagjöf sem ætluð er til að auðga tómstundastarf innan stofnunarinnar.

Stelpurnar söfnuðu peningum með styrktartónleikum þar sem fram komu á annan tug hljómsveita sem allar gáfu vinnu sína í þágu góðs málefnis. Söfnunin var eingöngu að þeirra eigin frumkvæði en er liður í sérstöku verkefni á vegum SAMFÉS er nefnist ÞOR.
ÞOR er nafnið á árangursvottunarkerfi í starfi með ungu fólki. Nafnið er ekki skammstöfun á neinu heldur frekar vísun til þess að viðkomandi þarf að hafa þor til að taka áskorun. Kerfið er byggt á vottunarkerfi samtaka félagsmiðstöðva í Bretlandi og er hugsað út frá fjölgreindarkenningu Howards Garnder þar sem hver fær að njóta sín þar sem hann er sterkastur.

Telma, Hildur og Kristín munu fá metna vinnuna sem þær lögðu í verkefnið sem þá nýtist þeim síðar t.d. í framhaldsskóla auk þess sem reynslan sem þær öðluðust mun koma þeim að góðum notum í framtíðinni. Starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar Selsins voru þeim innan handar og sáu til þess að gætu unnið þetta þarfa verkefni á þessum grundvelli.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: