Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Áætlun um endurbyggingu sundlaugar í tengslum við deiliskipulag

19.4.2004

Frá íbúaþingiÍ langtímaáætlun bæjarstjórnar Seltjarnarness er gert ráð fyrir að hafist verði handa við endurbyggingu sundlaugar á tímabilinu sem nær til 2007. Lykilforsenda framkvæmdanna er að deiliskipulag við Hrólfsskálamel og Suðurströnd gangi eins og áætlað er.

Kostnaður við endurbyggingu sundlaugarinnar nemur 300-400 milljónum króna. Ekki er gert ráð fyrir að um fjármögnun með skuldsetningu eða skattahækkunum verði að ræða. Stefna bæjarins er áfram að halda skuldsetningu í lágmarki og frekar að greiða niður skuldir en að auka þær. Með deiliskipulagi við Hrólfsskálamel og Suðurströnd og framkvæmdum í framhaldi af því skapast tækifæri til að takast á við stór verkefni á borð við endurbyggingu sundlaugarinnar, byggingu hjúkrunarheimilis og aukna þjónustu án þess að seilast í vasa skattgreiðenda.



Senda grein

Fréttir og útgefið efni




Leitaðu í eldri fréttum





Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: