Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Gróttudagurinn í þriðja sinn á morgun

16.4.2004

GróttudagurinnTónlistarskólinn á Seltjarnarnesi gengst fyrir fjölskyldudegi úti í Gróttu laugardaginn 17. apríl 2004. Þetta er í þriðja sinn sem slíkur dagur er haldinn en áhugi á útivist í eyjunni hefur farið vaxandi frá því að sérstakur Gróttudagur var haldinn í fyrsta sinn árið 2002.

Í tilefni dagsins verða kennarar og nemendur tónlistarskólans með fjölbreytta tónlistardagskrá og seldar verða veitingar í Fræðasetrinu. Ágóði af sölunni rennur í ferðasjóð Tónlistarskólans en á döfinni er námsferð kennara. Í Fræðasetrinu verða einnig til sölu göngukort af Seltjarnarnesi, myndbandið Lífríki í náttúru Seltjarnarness og bókin Náttúrufar á Seltjarnarnesi.

Á Gróttudaginn gefst tækifæri til að njóta einstakrar náttúrufegurðar og rannsaka lífríkið í fjörunni. Fjörurnar sunnan við Gróttu, Seltjörn og Bakkavík eru auðugar af lífi sem vert er að skoða. Fuglalíf á Seltjarnarnesi er einnig afar fjölbreytt en þar hafa sést yfir 100 fuglategundir og fjölmargar þeirra verpa á vestursvæði Nessins. Í Gróttu eru einnig fjöldi áhugaverðra jarðmyndana sem gaman er að skoða.

Í tilefni dagsins verður Gróttuvitinn opinn og einnig verður hægt að skoða Lækningaminjasafnið í Nesstofu milli kl. 11:00 og 14:00.

Hægt er að komast fótgangandi út í eyju á fjörunni frá kl. 11:00 – 14:00.

Björgunarsveitin Ársæll verður á staðnum og ekur þeim sem ekki treysta sér til að ganga út í eyju.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: