Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Bærinn kemur til móts við foreldra barna á einkareknum leikskólum

15.4.2004

Börn að leikBæjarstjórn samþykkti nýverið að hækka greiðslur með börnum er sækja einkarekna leikskóla. Hækkunin nemur um 36% og greitt er með börnum frá 18 mánaða aldri.

Þeir sem helst nýta sér þjónustu einkarekinna leikskóla eru foreldrar barna er verða 18 mánaða eftir að haustúthlutun hefur átt sér stað. Þó að engir biðlistar séu á leikskólum Seltjarnarness losna venjulega ekki pláss á leikskólunum yfir veturinn. Því er leikskólaplássum úthlutað á haustin þegar elstu börnin flytjast yfir í grunnskóla. Foreldrar barna sem verða 18 mánaða á skólaárinu geta þá oft fengið vist fyrir börnin á einkareknum leikskóla þann tíma sem þeir þurfa að bíða eftir tryggu plássi á leikskólum Seltjarnarness. Hækkun greiðslunnar mun einnig koma þeim til góðs sem kjósa einkarekna leikskóla t.d. vegna sérstakra uppeldisáherslna en það er viðleitni bæjaryfirvalda til að auka valfrelsi íbúa.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: