Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Hugmyndafræði Seltjarnarness kynnt á UT-deginum

27.1.2006

UpJónmundur Guðmarsson kynnir stefnu bæjarins í upplýsingatæknimálumplýsingatæknidagurinn, UT-dagurinn, var haldinn í fyrsta sinn þann 24. janúar. Tilgangur dagsins var að vekja athygli á þeim tækifærum sem Íslendingar hafa á sviði upplýsingatækni, upplýsingatækniiðnaðar og fjarskipta.

Á ráðstefnunni flutti bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi erindi um stefnu bæjarins í upplýsingatæknimálum og hugmyndafræðina um opið gagnaflutningsnet. Seltjarnarnesbær stefnir að því að vera í fremstu röð í nýtingu tækninnar íbúum sínum til hagsbóta.

Liður í þeirri viðleitni er að tryggja íbúum aðgang að fullkomnu gagnaflutningsneti en stefnt er að því að lokið verði við lagningu ljósleiðara á hvert heimili í bænum fyrir lok þessa árs. Upptöku af erindi Jónmundar Jónmundur Guðmarsson kynnir stefnu bæjarins í upplýsingatæknimálumGuðmarssonar, bæjarstjóra, og annarra fyrirlesara ásamt glærukynningum þeirra má sjá á heimasíðu UT-dagsins, www.utdagur.is.

UT-dagurinn var samstarfsverkefni forsætisráðuneytis, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta, fjármálaráðuneytis, samgönguráðuneytis, Samtaka fyrirtækja í upplýsingatækniiðnaði og Póst- og fjarskiptastofnunar.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: