Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Tilraun um hverfavörslu skilar frábærum árangri

31.1.2006

Í október síðast liðnum hafði bæjarstjórn Seltjarnarness frumkvæði að því að hefja tilraunaverkefni um hverfagæslu og var Ásgeir P. Guðmundsson, Eiður Eiðsson, Björn Bjarnason, Jónmundur Guðmarsson, Guðmundur Arason og Vilhjálmur Guðmundssonsamið við Securitas um framkvæmdina. Markmið verkefnisins var að sporna gegn innbrotum og skemmdarverkum í bænum. Verkefnið er nýmæli hér á landi og var undirbúningur þess unninn var í samstarfi við lögreglu og dómsmálaráðuneyti.

Óhætt er að segja að árangur verkefnisins sé framar vonum en frá því að það hófst í október hefur ekkert innbrot verið skráð á Seltjarnarnesi. Þeir mánuðir ársins 2005, þegar verkefnið var í gangi, voru þannig þeir einu á árinu þar sem engin innbrot voru skráð í bæjarfélaginu. Á árinu öllu voru skráð 32 innbrot en að sögn lögreglunnar er það með því minnsta sem gerist í einstökum hverfum á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynnt innbrot 2005

Íbúar á Seltjarnarnesi eru einnig mjög jákvæðir gagnvart verkefninu en í viðhorfakönnun sem Gallup framkvæmdi í byrjun árs kemur fram að tæplega 96% þeirra vilja að hverfagæslu verði haldið áfram.

Afstaða til hverfagæsluHverfagæslan er hugsuð sem stuðningur við störf lögreglunnar en hún felst í því að bílar frá Securitas aka um hverfi bæjarins eftir ákveðnu skipulagi og líta eftir eignum bæjarbúa. Bílarnir eru sérmerktir hverfagæslu þannig að ekki fer milli mála hvert erindi þeirra er. Snemma árs 2005 skilaði starfshópur um öryggismál á Seltjarnarnesi skýrslu þar sem lögð er áhersla á forvarnir. Í ljósi niðurstöðu starfshópsins og almennrar umræðu um öryggi heimila gagnvart óboðnum gestum ákvað bæjarstjórn að taka frumkvæðið og fá lögreglu og öryggisgæslufyrirtæki til samstarfs. Síðast liðið sumar náðist nokkur árangur er innbrotum fækkaði í kjölfar aðgerða lögreglunnar en árangur hverfagæsluverkefnisins bætir þar um betur.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: