Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Skref framávið í rafrænni stjórnsýslu

23.3.2004

Yfirlit

Seltjarnarnesbær hefur gert samning við Hugsmiðjuna um hönnun og smíði nýs vefjar fyrir bæinn í veftólinu Eplica. Undanfarið hefur verið unnið að þarfagreiningu og stefnumörkun um vefmál innan Seltjarnarnesbæjar og er samningurinn gerður á grundvelli þeirrar vinnu. Með þessu er bærinn að leggja grunn að næstu skrefum í innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu.

Frá undirritun samningsinsMeð uppsetningu vefsins er markmiðið að auðvelda aðgengi að opinberri þjónustu á þann hátt að notandinn þurfi ekki að vita fyrirfram hvaða stofnun bæjarins veitir þá þjónustu sem hann þarf á að halda. Þau markmið eru í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið en hún gerir ráð fyrir að opinberar upplýsingar verði aðgengilegar almenningi og fyrirtækjum með sem minnstum tilkostnaði. Stærsta breytingin í þessu skrefi felst í því að uppbygging vefjarins er endurskoðuð frá grunni. Viðmót vefsins breytist úr því að leggja megin áherslu á upplýsingar yfir í þjónustumiðaðan vef.

Bærinn hefur markvisst verið að stíga skref í átt að rafrænni stjórnsýslu undanfarin ár. Seltjarnarnesbær notar Navision bókhaldskerfi og GoPro skjalastjórnunarkerfið. Þessi kerfi munu tengjast vefkerfinu í framtíðinni og þannig opna nýja möguleika á þjónustu við bæjarbúa.

Mynd:
Þorsteinn Yngvi Guðmundsson og Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri við undirritun samnings

 



Senda grein

Fréttir og útgefið efni




Leitaðu í eldri fréttum





Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: