Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Íþróttaskóli Gróttu í boði fyrir 5 ára börn á Seltjarnarnesi

9.2.2006

Þátttakendur í íþróttaskóla GróttuSkólanefnd Seltjarnarness hefur veitt Gróttu styrk til að starfrækja íþróttaskóla fyrir 5 ára börn í leikskólum Seltjarnarness. Íþróttaskólinn er skipulagður þannig að börnunum er skipt í þrjá hópa og fær hver hópur kynningu á þeim íþróttagreinum sem hægt er að stunda hjá félaginu. Þar er um að ræða knattspyrnu, handbolta og fimleika. Blandað er í hópana þannig að börn frá báðum leikskólum verða í öllum hópunum.

Þátttakendur í íþróttaskóla GróttuLögð er áhersla á að æfingarnar séu einfaldar og skipulagðar og allir fái verkefni við sitt hæfi. Íþróttagreinarnar eru mjög ólíkar þannig að fjölbreytnin verður mikil. Í boltagreinunum verður eðli málsins samkvæmt aðaláherslan á boltaleiki ásamt einföldum tækniæfingum með bolta. Í fimleikum verður megináherslan lögð á einfaldar gólfæfingar og æfingar í samhæfingu en einnig verður farið í hópleiki. Íþróttaskólinn mun hefja göngu sína í byrjun febrúar og standa fram í maí. Hver hópur kemur einu sinni í viku í um klukkustundar kennslu.

Björgvin Finnsson, íþróttafulltrúi Gróttu ásamt leiðbeinendum frá hverri íþróttagrein hafa skipulagt hvern tíma fyrir sig og munu leikskólakennarar aðstoða börnin í hverjum hópi.

Þátttakendur í íþróttaskóla GróttuSenda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: