Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fjölsóttar kynningar um opið ljósleiðaranet

15.2.2006

Dolf ZantingeAlls sóttu rúmlega 200 manns kynningarfundi um opið ljósleiðaranet sem haldnir voru á föstudaginn. Um var að ræða annars vegar morgunverðarfund Viðskiptaráðs Íslands og hins vegar kynningu í ráðstefnusal Orkuveitu Reykjavíkur.

Frummælandi fundanna var Dolf Zantinge sem meðal annars er stjórnarformaður fyrirtækisins Unet sem rekur ljósleiðarkerfi í Hollandi. Á síðari kynningunni flutti bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, Jónmundur Jónmundur GuðmarssonGuðmarsson, einnig erindi um framtíðarsýn og möguleika bæjarins í tengslum við lagningu ljósleiða á hvert heimili.

Í máli Dolf Zantinge kom meðal annars fram að ljósleiðaravæðing hefur gríðarleg efnahagsleg og samfélagsleg áhrif og viðurkennt er að munurinn á ljósleiðara- og koparsamfélagi er eins og munurinn á samfélaginu fyrir og eftir tilkomu járnbrauta og bíla. Með næstum ótakmarkaðri bandvídd ljósleiðaranna opnast möguleikar í menntun, menningu, þjónustu, lífsstíl og afþreyingu sem virðast í dag fjarlægur draumur.

Sjá má upptöku af síðari kynningarfundinum á slóðinni http://straumur.nyherji.is/orka.asp.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: