Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Röng auglýsing um álagningu fasteignagjalda

23.2.2006

Vegna mistaka við vinnslu febrúarblaðs Nesfrétta birtist röng auglýsing um álagningu fasteignagjalda í blaðinu. Auglýsingin sem birtist var um álagningu ársins 2005 í stað ársins 2006. Rétt auglýsing mun birtast í næsta blaði og vill útgáfufélagið, Borgarblöð, biðjast velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að skapa.

Hér má sjá rétta auglýsingu:

Álagning fasteignagjalda hjá Seltjarnarnesbæ 2006

Fasteignaskattur:

  1. Skattflokkur A: 0,240%      
  2. Skattflokkur B: 0,440%       
  3. Skattflokkur C: 1,120%

Notuð verður heimild til þess að lækka fasteignaskatt hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum. Til að sækja um lækkun skal skila afriti af skattframtali 2006 vegna tekna 2005 á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness.

Afslátturinn er miðaður við heildartekjur einstaklings / hjóna og fer stiglækkandi með hækkandi tekjum.

Dæmi: 

Hjá einstaklingum með tekjur allt að:     
kr. 1.573.155  100% niðurfelling af fasteignaskatti.

Dæmi:

Hjá hjónum með tekjur allt að: kr. 2.116.205  100% niðurfelling af fasteignaskatti

Niðurfelling lækkar um 1% við hverjar 5.698  kr. sem tekjur hækka og fellur niður er tekjur ná hjá einstaklingum kr. 2.160.624 og hjá hjónum  kr. 2.703.674 .

Vatnsskattur:

0,115% af fasteignarmati fullbúinnar eignar.      
Aukavatnsskattur leggst á stórnotendur samkv. mæli kr. 22,- pr. m3                                          

Sorpgjöld:

Fyrir íbúðarhúsnæði     kr. 7.000*

Fyrir atvinnuhúsnæði    kr. 7.000*

Stórnotendur greiða eftir magni sorps.

*Sorphreinsunargjald  kr. 1.200  og  urðunargjald   kr.  6.000,-

Lóðarleiga:

Gjald af leigulóðum frá 0,35% -1,50%

Holræsagjald:

Ekki álagt.

Gjalddagar:

Gjalddagar fasteignagjalda á Seltjarnarnesi eru sex talsins: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. júlí.

 

Minnt er á að handhafar kreditkorta geta sett fasteignagöld á boðgreiðslur kjósi þeir það. Viðeigandi eyðublað er hægt að nálgast á heimasíðu bæjarins til útprentunar og má senda það útfyllt á faxi (595 9101) eða í pósti til Bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes.

Þeir sem gengið hafa frá boðgreiðslusamningum fá ekki senda greiðsluseðla heldur verða gjöldin innheimt á greiðslukortareikningum eins og fyrr.

Gjaldendur - Gerum skil á réttum gjalddögum  og spörum okkur óþarfa innheimtuaðgerðir og kostnað

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: