Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Áframhaldandi hverfagæsla á Seltjarnarnesi

3.3.2006

HverfagæslaSeltjarnarnesbær hefur endurnýjað samning við öryggisgæslufyrirtækið Securitas um framhald hverfagæsluverkefnis sem hófst í október á síðasta ári. Verkefnið hefur mælst mjög vel fyrir í bæjarfélaginu og er ljóst að ávinningur íbúa af því er umtalsverður.

Meginmarkmið verkefnisins, sem hófst í október á síðasta ári, er að sporna gegn innbrotum og skemmdarverkum í bænum og segja má að það hafi tekist þar sem engin innbrot hafa verið skráð í bæjarfélaginu frá upphafi hverfagæslunnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Nýleg viðhorfakönnun Gallup sýndi einnig að mikill meirihluti íbúa Seltjarnarness telur æskilegt að framhald verði á hverfagæslu.

Hverfagæsla er hugsuð sem stuðningur bæjarfélagsins við störf lögreglunnar en hún felst í því að bílar frá öryggisgæslufyrirtækinu aka um hverfi bæjarins eftir ákveðnu skipulagi og líta eftir eignum bæjarbúa. Bílarnir eru sérmerktir hverfagæslu og því fer ekki fer milli mála hvert erindi þeirra er.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: