Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Seltjarnarnes í tölum

19.4.2006

Bæjarsjóður Seltjarnarness / A hluti: Skatttekjur, heildar- og nettóskuldir á íbúa 1994-2004Á heimasíðu eru komnar tölur úr skýrslu Grant Thornton endurskoðunar ehf. um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar miðað við árslok 2004.

Í tölunum má sjá að skatttekjur bæjarsjóðs/A-hluta (á árslokaverðlagi 2004) hækkuðu um 120% á árunum 1994 - 2004 eða úr 138 þús. kr. í 303 þús. kr.

Síðastliðin fjögur ár hafa skatttekjur pr. íbúa verið hæstar hjá Seltjarnarnesbæ af þeim sveitarfélögum sem samanburðurinn nær til.

Framlög til æskulýðs- og íþróttamála á hvern íbúa voru hæst hjá Seltjarnarnesbæ af samanburðarsveitarfélögunum á árinu 2004 eða 42 þús. kr. Þessi framlög reyndust einnig hæst hjá Seltjarnarnesbæ á árunum 2000, 2002 og 2003 samkvæmt eldri greinargerðum.

Peningaleg staða Seltjarnarnesbæjar er sterk og með því besta sem gerist meðal sveitarfélaga. Í árslok 2004 var peningaleg staða A-hlutans jákvæð upp á 76 þús. kr. pr. íbúa en nettóskuld samstæðunnar 60 þús. kr. pr. íbúa. Í árslok 2004 nam nettóskuld samstæðureiknings Seltjarnarnesbæjar 274 m.kr. og veltufé frá rekstri á árinu var 199 m.kr.

Miðað við óbreyttan rekstur og engar fjárfestingar gæti bærinn því greitt upp nettóskuld sína á tæpu 1,4 ári. Það tæki samanburðarsveitarfélögin hins vegar 4,0 – 15,7 ár að greiða upp sínar nettóskuldir miðað við sama mælikvarða. Veltufjárhlutfall bæjarins styrktist enn milli ára. Þannig hækkaði veltufjárhlutfall samstæðunnar úr 1,24 í árslok 2003 í 1,45 í árslok 2004. Hlutfallið er því vel yfir æskilegu lágmarki sem almennt er álitið um 1,0.

Greinargerð um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar 31.12.2004 Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgegngilegt í skjálesaraPdf skjal 344kb.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: