Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Mánabrekka fékk þróunarstyrk frá Menntamálaráðuneytinu.

19.4.2006

Leikskólinn Mánabrekka hlaut 400 þúsund króna styrk til verkefnisins: Náttúran - uppspretta sköpunar og gleði.

Menntamálaráðuneytið auglýsti styrki til þróunarverkefna fyrir leikskóla. Tuttugu og fimm leikskólar sóttu um styrki til hinna ýmsu verkefna.

Leikskólinn Mánabrekka mun nýta styrkinn til að þróa enn betur umhverfis- og náttúrufræðslu og tengja hana við skapandi verkefni úti í náttúrunni, en Seltjarnarnes er kjörinn staður til að þróa tengsl skapandi starfs og náttúruvísinda. Mikil gleði ríkti meðal starfsfólks leikskólans þegar tilkynning barst um styrkveitinguna en aðeins fáir leikskólar hljóta styrk ár hvert.

Listsköpun í Mánabrekku

Börn á ferðSenda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: