Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Bæjarstjórar og borgarstjóri hefja vorhreinsun

21.4.2006

Í dag hefst vorhreinsun í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Af því tilefni komu framkvæmdastjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu saman á miðju höfuðborgarsvæðisins, nánar tiltekið í Goðalandi 11 í Reykjavík, og tóku til við hin árvissu vorkverk garðeigenda. Tekið var til í beðum, tré snyrt og rusl tínt til. Eigandi garðsins, Guðmundur Einarsson, hafði á orði að hann hefði ekki áður fengið svona öflugan liðsstyrk í garðverkin.

Jónmundur Guðmarsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Gunnar Birgisson, Lúðvík Geirsson, Steinnn V Óskarsdóttir, Guðmundur g. Gunnarsson, Gunnar EinarssonFrá vinstri: Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ,Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavog, Lúðvík Geirsson bæjar-stjóri í Hafnarfirði, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjórinn í Reykjavík og Guðmundur G. Gunnarsson bæjarstjóri á Álftanesi og Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ.

Vorhreinsunin mun standa yfir í viku, það er frá 21.- 29. apríl. Á því tímabili munu starfsmenn sveitarfélaganna leggja garðeigendum lið og fjarlægja greinaafklippur og annan garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk. Jafnframt eru íbúar á höfuðborgarsvæðinu hvattir til að taka til hendinni í sínu nánasta umhverfi, t.d. með því að efna til sameiginlegrar hreinsunar opinna svæða í sinni götu eða sínu hverfi.

Sérstakur hreinsunardagur verður haldin á vegum Umhverfisnefndar Seltjarnarness laugardaginn 6. maí.

Sjá auglýsingu um hreinsunarátak samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara Pdf skjal 128kb.

 Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: