Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Kynningarrit um fjármál og rekstur bæjarins

18.2.2004

Út er komin samantekt á forsendum og útfærslu fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar fyrir yfirstandandi ár. Bæklingnum er dreift inn á hvert heimili á Nesinu en markmið með útgáfunni er að upplýsa íbúa um ráðstöfun fjármuna bæjarins á sem skýrastan hátt.

Útgáfan er liður í aukinni upplýsingagjöf bæjarins til íbúa er hefur það markmið að efla íbúalýðræði. Lögð er áhersla á að koma upplýsingum á skilvirkan hátt til Seltirninga fremur en að íbúar þurfi að leita þeirra. Helsta nýbreytnin sem í þessari útgáfu felst er sú að upplýsingum um fyrirhugaða ráðstöfun skattfjár er komið á framfæri á aðgengilegan hátt í upphafi árs. Þannig eiga íbúar möguleika á að fá innsýn í það hvers er að vænta á næstunni varðandi t.d. framkvæmdir og nýfjárfestingar.

Í bæklingnum* (Pdf-skjal 612 kb) er gerð grein fyrir forsendum fjárhagsáætlunar, helstu rekstrartölum málaflokka ásamt yfirliti yfir fyrirhugaðar framkvæmdir.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: