Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Seltirningum heldur áfram að fækka

24.4.2006

Seltirningum fækkaði um 77 á síðasta ári. Það er fimmta árið í röð sem íbúum bæjarins fækkar. Seltirningar voru flestir árið 1998 en þá voru bæjarbúar 4.698. Þann 31. desember síðast liðinn voru Seltirningar hins vegar 4.471 eða litlu fleiri en í árslok 1993. Frá árinu 1998 hefur bæjarbúum þannig fækkað um 5,1% á meðan fjölgun hefur orðið í hinum sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim hefur Reykvíkingum fjölgað minnst eða um 5,6%, Garðbæingum um 16,5%, Hafnfirðingum um 17,1%, Kópavogsbúum um 18,9%, Mosfellsbæingum um 22,7% og íbúum sveitarfélagsins Álftaness um 35,2%.

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, telur þessa þróun nokkuð áhyggjuefni sem nauðsynlegt sé að snúa við. „Ég hef verið þeirrar skoðunar lengi að nauðsynlegt sé fyrir okkur Seltirninga að vinna gegn fólksfækkun í bænum með markvissum hætti því fækkun fólks gerir okkur erfiðara um vik að halda þjónustustigi háu en sköttum lágum. Ég tel að fækkunin eigi meðal annars rætur að rekja til skorts á fjölbreyttu framboði á húsnæði í bænum og því er gleðilegt að sjá nú fyrir endan á tveimur mikilvægum uppbyggingarverkefnum, annars vegar á Hrólfsskálamel og hins vegar í Bygggörðum í náinni framtíð. Yfirstandandi kjörtímabil hefur nýst vel til undirbúnings þessara verkefna og ég tel brýnt að á næstu þremur til fimm árum verði uppbyggingu lokið á þessum tveimur svæðum.“Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: