Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Heildstæð skólastefna samþykkt samhljóða

25.4.2006

Bæjarstjórn hefur samþykkt nýja heildstæða skólastefnu sem nær til leik- grunn- og tónlistarskóla. Rætur stefnunnar má rekja til fjölmenns skólaþings bæjarins er haldið var síðast liðið haust. Á þinginu var rætt um hvað felst í hugtakinu góður skóli og voru niðurstöður þingsins lagðar til grundvallar við mótun heildstæðrar skólastefnu fyrir Seltjarnarnes sem jafnframt markar skýran ramma um skólastarf í bænum.

Leikskolabörn í göngutúrFulltrúar foreldra, kennara og skólanefndar unnu að gerð stefnunnar en auk þess var stofnaður rýnihópur þar sem stjórnendur skólanna, kennarar, foreldrar og nemendur fengu tækifæri til að koma með athugasemdir og ábendingar til vinnuhópsins.

Markmiðið er að skólastefnan verði í stöðugri endurskoðun og er skólum á Seltjarnarnesi er ætlað að taka mið af henni við gerð skólanámskrár.

Seltjarnarnesbær leggur áherslu á að reka góða skóla þar sem boðið er upp á metnaðarfullt og framsækið skólastarf sem byggir á góðu starfsumhverfi, góðri samvinnu nemenda, foreldra, starfsfólks og annarra hagsmunaaðila. Í skólastefnunni er lögð áhersla á samvinnu milli skólanna og að skóladagur sé samfelldur fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra. Í samvinnu við heimilin og aðrar stofnanir bæjarins er skólunum ætlað að taka virkan þátt í að byggja upp samfélag sem tekur mið af þeim breytingum sem sífellt eiga sér stað.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: