Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar samþykktur

Afkoman aldrei betri

2.5.2006

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti ársreikning bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2005 á fundi sínum hinn 27. apríl síðast liðinn. Ársreikningurinn ber með sér að aðgát hefur verið sýnd í rekstri bæjarins en um leið hefur tekist að skila bestu afkomu í rúmlega 30 ára sögu bæjarfélagsins.

Um leið hafa skattgreiðendur notið góðrar fjárhagsstöðu bæjarins með lækkun opinberra gjalda. Álagningarstuðlar  fasteignaskatta og vatnsskatts voru lækkaðir tvívegis á síðasta ári  og njóta Seltirningar nú lægstu fasteignatengdra álaga á höfuðborgarsvæðinu. 

Með ákvörðun bæjarstjórnar um lækkun útsvars í 12,35% í nóvember sl. er útsvar á Seltjarnarnesi nú lægst á höfuðborgarsvæðinu og ríflega 5% lægra á leyfilegt hámarks gerir ráð fyrir.  Jafnframt er bæjarfélagið hið eina á meðal stærri sveitarfélaga sem lækkað hafa útsvar hin seinni ár.

Methagnaður af bæjarsjóði og samstæðu

Heildartekjur bæjarsjóðs og fyrirtækja námu rúmum 2 milljörðum króna en gjöldin voru rúmar 1.634 milljónir króna.  Þar af voru laun og tengd gjöld tæplega 1.020 milljónir króna. Fjármagnstekjur bæjarins og stofnana námu rúmum 276 milljónum króna. Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs fyrir árið 2005 var jákvæð sem nam rúmum 326 milljónum króna sem er 188% hærra en á síðasta ári.

Niðurstaða samstæðunnar allrar var jákvæð sem nam rúmum 276 milljónum króna. Gjaldaliðir samstæðunnar reyndust í góðu samræmi við fjárhagsáætlun og er óhætt er að fullyrða að fjárhagsleg afkoma bæjarins hafi sjaldan eða aldrei verið betri en á síðasta ári. Stöðugleiki ríkir í rekstri bæjarins og afkoma hefur farið verulega batnandi allt kjörtímabilið.

Veltufé frá rekstri hækkar verulega

Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri bæjarsjóðs um 340 milljónum króna og styrkist um 63% á milli ára. Bolmagn bæjarins til framkvæmda og fjárfestinga eykst að sama skapi. Veltufé frá rekstri í samstæðu hækkar einnig á milli ára eða um 60%.

Handbært fé frá rekstri hækkar um 210% en fjárfestingar samstæðu námu 254 milljónum króna og hækka um 190% frá fyrra ári. Fjármögnunarhreyfingar námu samtals um 77 milljón og er um að ræða áframhaldandi niðurgreiðslu lána en engin ný langtímalán voru tekin á árinu.

Veltufjárhlutfall styrkist enn

Veltufjárhlutfall bæjarsjóðs var 2,91 á árinu 2005 og hefur sjaldan verið sterkara. Greiðslustaða hefur því farið verulega batnandi á kjörtímabilinu. Veltufjárhlutfall samstæðu heldur einnig áfram að styrkjast en meginskýringin þess felst í skuldbreytingu óhagstæðra skammtímalána, aðhaldi í rekstri og bættum heimtum á tekjum bæjarins er markvisst hefur verið unnið að undanfarin ár.

Eigið fé bæjarsjóðs hækkar um tæpar 330 milljónir króna milli ára og var um 1.960 milljónir króna í árslok 2005. Raunávöxtun eiginfjár var þannig rúmlega 15% að teknu tilliti til verðbólgu síðasta árs.

Allar kennitölur bera vott um traustan rekstur

Endurskoðendur bæjarins, Deloitte, segja í skýrslu sinni með ársreikningum að það sé mat þeirra að allar kennitölur beri með sér trausta fjárhagsstöðu og rekstur. Álit endurskoðendanna er í fullu samræmi við niðurstöðu sjálfstæðrar úttektar Grant Thornton endurskoðunar á fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar sem gerð hefur verið árlega frá árinu 2002.

Sjá Ársreikningar Seltjarnarnesbæjar árið 2005 Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesaraPdf skjal328 kb

og Greinargerð Grant Thornton um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar 31.12.2004 Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgegngilegt í skjálesaraPdf skjal 344kbSenda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: