Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Menntamálaráðherra fær afhent fyrsta eintak af skólastefnu

3.5.2006

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, kom í óformlega heimsókn til Seltjarnarnesbæjar í byrjun mánaðar til að kynnast skólastarfi í bænum og stefnu bæjaryfirvalda í málaflokknum. Ráðherra átti fund með starfsmönnum fræðslu- og menningarsviðs og heimsótti að því loknu leikskólana og Grunnskóla Seltjarnarness.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Jónmundur Guðmarsson ásamt börnum í Mánabrekku

Við það tækifæri fékk hún afhent fyrsta eintakið af nýsamþykktri skólastefnu bæjarins sem dreift hefur verið á hvert heimili. Bergþóra Hlín Sigurðardóttir, nemandi á deildinni Bláhömrum á Mánabrekku afhenti ráðherra skólastefnuna. Menntamálaráðherra sagði augljóst að metnaður ríkti í skólastarfi á Seltjarnarnesi og taldi hún vel búið að öllum skólastigum í bæjarfélaginu.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: