Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2004 er nú lokið

28.1.2004

Álagningarseðlum verður dreift á næstu dögum, ásamt gíróseðlum fyrir fyrsta gjalddaga.

Minnt er á að kreditkorthafar geta sett fasteignagöld á kort kjósi þeir það. Viðeigandi eyðublað er hægt að nálgast hér (pdf-skjal) til útprentunar og má senda það útfyllt á faxi (595 9101) eða í pósti til Bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes.

Gjalddagar eru sem fyrr fimm talsins 1. feb., 1. mars, 1. apríl, 1. maí og sá síðasti 1. júní.

Álagningarprósenta er óbreyttar frá síðasta ári.
Fasteignamat eigna á Seltjarnarnesi hefur almennt hækkað um 14-15% frá síðasta ári en gjaldstig álagningar er óbreytt.

Reglur um álagningu fasteignagjalda bæjarins ásamt reglum um afslætti fyrir elli- og örorkulífeyrisþega er hægt að nálgst hér (pdf-skjal).

Gjaldendur - Gerum skil á réttum gjalddögum og spörum okkur óþarfa innheimtuaðgerðir og kostnað.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: