Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Seltjarnarnes aðili að rannsóknarmiðstöð um einkaframkvæmd

10.5.2006

Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi hefur fyrir hönd bæjarins undirritað samstarfssamning við Háskólann í Reykjavík um rannsóknarmiðstöð um einkaframkvæmd.

Markmið rannsóknarmiðstöðvarinnar er að efla rannsóknir sem stutt geta við samvinnu hins opinbera og einkaaðila með einkaframkvæmd og þar með eflt samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.

Sem samstarfsaðili verður bæjarfélagið aðili að ráðgjafanefnd sem er stefnumarkandi fyrir rannsóknarmiðstöðina. Þess er vænst að starfssemin skili aukinni reynslu og þekkingu til ráðgjafanefndarinnar og samfélagsins alls.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: