Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Grunnskóli Seltjarnarness hlýtur styrk úr Þróunarsjóði menntamálaráðuneytisins og VONarsjóði Kennarasambands Íslands

11.5.2006

Grunnskóli Seltjarnarness hlaut styrk að upphæð kr. 704.000,- til að vinna að þróunarverkefninu - Lýðræði í skólastarfi. Styrkurinn er annars vegar veittur úr Þróunarsjóði menntamálaráðuneytis og hins vegar úr VONarsjóði Kennarasambands Íslands.

Nemendur Mýrarhúsaskóla

Þróunarverkefnið verður að mestu unnið af tveimur kennurum í Valhúsaskóla en þó í samstarfi við nokkra kennara í Mýrarhúsaskóla. Lögð verður áhersla á að nemendur tileinki sér það gildismat sem felst í hugtakinu lýðræði og geri sér um leið grein fyrir þeirri ábyrgð, réttindum og skyldum sem því fylgja. Verkefnið tengist beint og óbeint þátttöku nemenda í Skólaþinginu sem haldið var í október s.l. og aðkomu að nýsamþykktri skólastefnu fyrir Seltjarnarnes./>

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: