Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Viðræður hafnar um byggingu hjúkrunarheimilis

23.1.2004

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur í kjölfar bréfs frá Íslenskum aðalverktökum (ÍAV) falið Jónmundi Guðmarssyni bæjarstjóra að vinna nánar að áformum um byggingu hjúkrunarheimilis á svonefndri Lýsislóð* við Eiðsgranda. Skömmu fyrir jól ritaði Jónmundur bréf til borgarráðs Reykjavíkur með ósk um samstarf í málinu.

Vinnuhópur á vegum Seltjarnarnesbæjar er skilaði skýrslu síðastliðið haust um málefni aldraðra tilgreindi æskilega staðsetningu fyrir hjúkrunarheimili annars vegar inni í Seltjarnarnesbæ og hins vegar í vesturbæ Reykjavíkur, meðal annars á Lýsislóðinni. Um sameiginlegt hagsmunamál Seltirninga og Reykvíkinga að ræða og er þessi staðsetning að flestu leyti ákjósanleg fyrir bæði sveitarfélögin.

Mynd af LýsislóðinniÁ fundi borgarstjórnar Reykjavíkur þann 8. janúar var fjallað um erindi bæjarstjórans á Seltjarnarnesi og var borgarstjóra ásamt félagsmálastjóra falið að hefja viðræður um málið.

ÍAV er að hefja vinnu við deiliskipulag Lýsislóðarinnar og mun í þeirri vinnu taka mið af áhuga Seltjarnarness og Reykjavíkur á byggingu hjúkrunarheimilis á lóðinni. Ljóst er að áhugi er fyrir málinu hjá báðum sveitarfélögunum Reiknað er með að fyrirhugað hjúkrunarheimili hafi að lágmarki 60 rými. Seltjarnarnesbær á nú þegar 14 rými fyrir aldraða á Reykjavíkursvæðinu, flest í Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi. Miðað við samsetningu íbúa Seltjarnarness er líkleg þörf í framtíðinni jafnan um 30 rými.

*Lýsislóð liggur á milli Grandavegar og LágholtsvegarSenda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: