Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Viðræður um stækkun heilsugæslustöðvar

22.1.2004

Tónlistarskóli SeltjarnarnessÍ vetur hafa fulltrúar heilsugæslustöðvarinnar átt í óformlegum viðræðum við Seltjarnarnesbæ um mögulega stækkun á húsnæði stöðvarinnar og breytingu á eignarhaldi núverandi húsnæðis. Með flutningi bókasafnsins á Eiðistorg skapaðist svigrúm fyrir heilsugæsluna til að mæta þörf fyrir aukið húsrými og þar með eflingu þjónustu í vesturbæ og á Seltjarnarnesi.

Báðir aðilar hafa lýst áhuga á slíkum viðskiptum, formlegar viðræður munu ekki hafnar en bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi hefur nýlega óskað eftir því við fjármálaráðuneytið að hafnar verði formlegar viðræður um málið. Markmið viðræðnanna er m.a. að tryggja að heilsugæslustöðin verði áfram staðsett á Seltjarnarnesi.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: