Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Gróttuviti upplýstur og verðlaunaður

6.1.2004

Upplýstur GróttuvitiÞann 1. desember sl. voru 125 ár liðin frá því að fyrst var tendrað vitaljós við Íslandsstrendur þegar kveikt var á olíulampa Reykjanessvitans gamla sem löngu er horfinn af sjónarsviðinu. Af því tilefni gekkst Íslenska vitafélagið í samstarfi við Siglingastofnun, Seltjarnarnesbæ og fleiri aðila fyrir flóðlýsingu Gróttuvita. Vitinn þótti henta vel til þessa þar sem um fagra byggingu er að ræða sem stendur í námunda við fjölmenna byggð.

Í byrjun janúar veitti Orkuveita Reykjavíkur viðurkenningu fyrir skreytingar á veitusvæðinu og fékk flóðlýsing Gróttuvita m.a. viðurkenningu. Í umsögn OR segir að um skemmtilega lýsingu og viðeigandi framtak sé að ræða sem auki gildi útivistarsvæðisins á Gróttu.

Fyrst var reistur viti í Gróttu árið 1897 og stóð hann örlítið vestar en núverandi viti. Vitinn sem nú stendur í Gróttu var reistur 1947.

Myndin er af vef OrkuveitunnarSenda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: