Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Bókasafnið fær veglega gjöf

29.12.2003

Ragna afhendir Pálínu og Sólveigu gjöfinaRagna Ingimundardóttir leirlistakona kom færandi hendi á Bókasafn Seltjarnarness skömmu fyrir jól og gaf safninu tvo veglega leirvasa. Þær Pálína Magnúsdóttir bæjarbókavörður og Sólveig Pálsdóttir formaður menningarnefndar voru að vonum ánægðar með gjöfina og kunna Rögnu, sem var bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 1998, bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf sem sómir sér afar vel í hinu nýja og glæsilega húsnæði safnsins á Eiðistorgi.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: