Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Vinnuskólinn tekinn til starfa

29.6.2006

Vinnuskóli Seltjarnarness var settur föstudaginn 9. júní, og unglinar hófu störf mánudaginn 12. júní. Unnið er í níu hópum, og fást starfsmenn vinnuskólans við margs konar verkefni.

Vinnuskólinn sér meðal annars um að hreinsa beð og ýmis önnur opin svæði, gróðurstetja, hreinsa götur, og slá garða. Fyrir 17. júní var mikil áhersla lögð á að fegra Eiðistorg og umhverfi þess, auk þess sem gönguleið skrúðgöngunnar var hreinsuð.

Vinnuskólinn hefur farið mjög vel af stað, og mikið hefur áunnist nú þegar hvað snertir fegrun bæjarins þrátt fyrir leiðindaveður, að sögn Steinunnar Árnadóttur, garðyrkjustjóra, sem er yfir vinnuskólanum.

       

Vinnuskóli Seltjarnarness - við hreinsun Vinnuskóli Seltjarnarness - við hreinsun
 Vinnuskóli Seltjarnarness Vinnuskóli Seltjarnarness - við hreinsun Vinnuskóli Seltjarnarness - við hreinsun  
 Vinnuskóli Seltjarnarness  Vinnuskóli Seltjarnarness - við gróðursetningu  
Vinnuskóli Seltjarnarness - við hreinsun  Vinnuskóli Seltjarnarness - við hreinsun Vinnuskóli Seltjarnarness - við gróðursetningu
Vinnuskóli Seltjarnarness - við hreinsun  Vinnuskóli Seltjarnarness - við hreinsun
   
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: